Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla rannsakar 12.000 króna fataþjófnað

Þjófnaður úr fataverslun var tilkynntur lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Sást til aðila sem hafði stungið inn á sig fatnaði í versluninni og gengið út án þess að borga.

Vitað er til þess að viðkomandi náði að taka með sér fatnað sem er samtals að verðmæti 12 þúsund krónur en ekki liggur fyrir hvort hann hafði  meiri verðmæti á brott með sér.

Lögregla rannsakar málið.