Nýjast á Local Suðurnes

Rafmagnslaust á öllum Suðurnesjum nema Grindavík eftir að verktaki gróf í streng

Rafmagnslaust var í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, nema Grindavík í tæpar tvær klukkustundir í dag. Þá varð kaldavatnslaust í Höfnum, þar sem kaldavatnasdælur í Höfnunum slógu út í rafmangsleysinu, þær eru nú komnar í gang.

Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu áðan er sú að verktaki gróf í 33kw jarðstreng við Voga. Við þetta sló allt rafmagn út í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði auk Voganna.