Nýjast á Local Suðurnes

Opna vef- og Facebooksíðu vegna kosninga um sameiningu

Opnuð hefur verið vefsíða með upplýsingaefni fyrir íbúa Sandgerðis og Garðs vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.  Slóð á vefsíðuna er: sameining.silfra.is.

Á vefsíðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um sveitarfélögin hvort fyrir sig og sameinuð. Undir liðnum „Spurningar og svör“ er leitast við að svara helstu spurningum sem kunna að brenna á íbúum auk þess sem hægt er að senda inn spurningar.

Á næstu dögum verða bæklingum með upplýsingaefni dreift til heimila í Sandgerði og Garði.

Þá hefur verið opnuð sérstök síða á Facebook undir heitinu „Kosningar um sameiningu Sandgerðis og Garðs“.  Þar munu einnig birtast upplýsingar og kynningarefni.