Nýjast á Local Suðurnes

Foreldrafélög gáfu samlokugrill og örbylgjuofn

Foreldrafélag Akurskóla gaf skólanum öflugt grill á dögunum. Grillið nýtist nemendum í í nýju bráðabirgðahúsnæði Akurskóla við Dalsbraut. Á myndinni fyrir neðan má sjá formann Foreldrafélagsins, Guðrúnu Maríu, sem afhenti grillið góða, sem án efa verður mikið notað og Elísabetu kennara sem tók við gjöfinni fyrir hönd Akurskóla.

Þá færði Foreldrafélag FS nemendum skólans örbylgjuofn að gjöf. Ofninn verður staðsettur í sal skólans við mötuneytið og bætist við örbylgjuofn sem þar var fyrir og er mikið notaður. Gjöfin ætti því að nýtast nemendum vel.

Á myndinni með fréttinni eru Kristján Ásmundsson skólameistari og Páll Orri Pálsson formaður nemendafélagsins NFS sem tóku við gjöfinni og þær Drífa Guðmundsdóttir og Berglind Ósk Sigurðardóttir sem afhentu ofninn en þær eru báðar í stjórn foreldrafélagsins.