Nýjast á Local Suðurnes

Ellert Eiríksson sæmdur Gullheiðursmerki Keflavíkur

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur sæmdi Ellert Eiríksson Gullheiðursmerki Keflavíkur. Ellert átti ekki heimagengt á aðalfund félagsins vegna veikinda til að taka á móti viðurkenningunni.

Ellert er fæddur í Grindavík þann 1. maí 1938 og fagnaði því 78 ára afmæli sínu á dögunum. Ellert er fyrrum bæjarstjóri í Garði, Keflavík og Reykjanesbæ. Ellert hefur verið  fimleikadeildar Keflavíkur innan handar á  meðan dóttir hans stundaði æfingar og hefur verið fundarstjóri hjá þeim og einnig á aðalfundum félagsins.

Ellert er afburða góður fundastjóri sem ég hef lært mikið af. Ellert lætur sig ekki vanta þegar kappleikir eru í gangi, er ávalt mættur til að styðja við sitt lið. Ellert er mikill Keflvíkingur og hefur ávalt hag félagsins í fyrirrúmi. Segir Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur í tilkynningu.