Nýjast á Local Suðurnes

Fljúga beint á alla leikstaði Íslands á HM næsta sumar

Icelandair mun fljúga til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands í riðlakeppni HM fara fram næsta sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Dregið verður í riðla þann 1. desember næstkomandi, og þá verður ljóst um hvaða borgir verður að ræða og hverjir leikdagar Íslands verða.

Flogið verður frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik.