Nýjast á Local Suðurnes

Útgáfa héraðsfréttablaðsins Reykjanes stöðvuð

Útgáfa landshlutablaða Pressunar hefur verið stöðvuð og starfsfólki fyrirtækisins verið sagt upp störfum. Fyrirtækið hefur gefið út fjölda blaða, þar á meðal héraðsfréttablaðið Reykjanes, sem hefur verið dreift ókeypis til íbúa Suðurnesja undanfarin ár.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar er ástæða stöðvunarinnar sögð vera fjárhagsleg vandræði fyrirtækisins. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir öll blöðin vera komin á sölu en auk héraðsfréttablaðsins Reykjanes hefur fyrirtækið staðið að útgáfu landshlutablaðanna Akureyri Vikublað, Austurland, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað.