Bílvelta á Reykjanesbraut

Bílvelta varð á Reykjanesbraut við Kúagerði í morgun. Einn var fluttur til athugunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur frá varðstjóra Brunavarna Suðurnesja lítur ekki út fyrir að viðkomandi sé slasaður.
Útkallið barst stuttu fyrir klukkan hálfníu í morgun en hálka hefur verið víða á vegum.