Vara við mikilli úrkomu – Fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir vindi á milli 15-20 m/s með suðurströndinni frá morgni og þangað til síðdegis á miðvikudag. Víða má búast við rigning, og það talsvert mikilli á suðurhelmingi landsins.
Þannig hefur verið gefin út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa, en samkvæmt henni má búast við auknu afrennsli sem veldur álagi á fráveitukerfi og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Hiti 6 til 11 stig yfir daginn.