Nýjast á Local Suðurnes

Þóknun til stjórnarmanna SSS óbreytt

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Þókun til stjórnarmanna Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður óbreytt frá fyrra ári. Þetta var samþykkt á aðalfundi sambandsins þann 17. september síðastliðinn.

Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega og stendur hver fundur yfir í um klukkustund.

Formaður stjórnar fær 6% af þingfararkaupi eða kr. 80.735,- fyrir hvern fund.

Aðrir stjórnarmenn fá 4% af þingfararkaupi eða kr. 53.823,- fyrir hvern fund.

Þóknun fyrir aðra fundi en stjórnarfundi verður 3% eða kr. 40.367,-