Nýjast á Local Suðurnes

Kynna drög að tillögu um rammaáætlun vegna virkjana

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í Gjánni, Grindavík þann 6. apríl nk. kl. 20-22. Á fundinum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn og ekki er þörf á að skrá sig.

Fundurinn er einn af átta fundum sem verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar stendur fyrir til að kynna drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta, sjá frétt á vef rammaáætlunar,http://www.ramma.is/frettasafn/kynningarfundir-um-drog-ad-tillogu-verkefnisstjornar.