Nýjast á Local Suðurnes

Allhvöss austanátt seint í kvöld – Varasamt fyrir húsbíla og hjólhýsi

Veðurstofa Íslands varar fólk við að vera á ferðinni með hjólhýsi í eftirdragi, eða á húsbílum seint í kvöld syðst á landinu, en búist er við hvassviðri.

Búist er við allhvassri eða hvassri austanátt syðst á landinu seint í kvöld og fram eftir nóttu. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, t.d. húsbíla og hjólhýsi, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.