Nýjast á Local Suðurnes

Kaupa húsnæði Brunavarna Suðurnesja á 175 milljónir króna

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið bæjarstjóra að ganga frá kaupum á húsnæði Brunavarna Suðurnesja við Hringbraut 125. Kaupverðið, 175 milljónir króna, verður greitt við undirritun kaupsamnings eða eftir nánara samkomulagi.

Brunavarnir Suðurnesja standa að byggingu nýrrar slökkvistöðvar við Flugvelli í Reykjanesbæ og eru þær framkvæmdir á áætlun.