Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun

Kröfuhafar United Silicon samþykktu í dag að óskað yrði eftir framlengingu á greiðslustöðvun félagsins svo hægt verði að finna lausn á vanda þess. Þetta segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is. Helgi er aðstoðarmaður skuldarans á greiðslustöðvunartíma.

Í fréttinni segir að beðnin verður tekin fyrir á mánudaginn, kl. 14. Meðal kröfuhafa eru Arion banki, Íslenskir aðalverktakar, Landsvirkjun, Reykjanesbær og ítalska fyrirtækið Tenova sem seldi United Silicon ljósbogaofninn.