Nýjast á Local Suðurnes

Tveir Skotar til Keflavíkur

Keflvíkingar hafa fengið tvo skoska leikmenn í sínar raðir, miðjumanninn Stuart Carswell og varnarmanninn Craig Reid, báðir voru í byrjunarliði Keflavíkur gegn Leikni um helgina.

Carswell er 23 ára gamall og hefur leikið með Motherwell og St. Mirren í Skotlandi. Hann lék samtals 123 leiki fyrir félögin tvö, án þess að skora mark.

Reid er þrítugur að aldri og hefur leikið fyrir nokkur skosk félög, síðast fyrir Dunfermline Athletic, hann hóf ferilinn hjá Celtic en náði ekki að leika með aðalliði félagsins. Hann á að baki nokkra landsleiki með yngri landsliðum Skotlands.