Nýjast á Local Suðurnes

Hvað gera þúsundir Íra þegar Frakki gleymir að loka svalahurð? – Myndband!

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að Evrópukeppnin í knattspyrnu fer fram í Frakklandi um þessar mundir, líkt og íslendingar eru þúsundir írskra knattspyrnuáhugamanna staddir í Frakklandi til að fylgjast með sínum mönnum taka þátt í keppninni.

Athyglisvert: Það er hægt að græða á EM!

Og það er óhætt að segja að þeir Írsku hafi húmorinn og hugmyndaflugið í lagi, eins og sjá má glögglega á myndbandinu hér fyrir neðan, þar sem hundruð ef ekki þúsundir írskra áhorfenda taka eftir því að Frakki nokkur er með opnar svaladyr.