Nýjast á Local Suðurnes

Soho spornar gegn matarsóun – Það sem til fellur fer í gott málefni

Veitingastaðurinn Soho mun gefa þann mat sem fellur til eftir hádegið til umkomulausra barna í Suðurnesjabæ og sporna þannig gegn matarsóun. Frá þessu greinir eigandi veitingastaðarins, Örn Garðarsson á Facebook-síðu sinni, en matarsóun hefur verið veitingamanninum hugleikin undanfarin misseri.

Stöðuuppfærslu veitingamannsins á Soho má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Ég var með umræðu um matarsóun hér um daginn, við erum komin með nokkuð góða lausn á því. Í Suðurnesjabæ er hópur að vinna með umkomulausum börnum 18 ára og yngri. (vissi reyndar ekki að þetta væri til staðar hér) Þau fá að njóta þess sem til fellur hjá okkur eftir hádegið .. held að þetta sé bara nokkuð góð lausn fyrir báða aðilar, að sjálfsögðu erum við ekki að rukka þau fyrir þetta..