Nýjast á Local Suðurnes

Öflugur skjálfti mældist í nótt

Mynd: Visit Reykjanes

Tveir nokkuð öfugir jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í gærkvöldi og nótt. Sá stærri mældist 3,2 að stærð, klukkan 02:32 í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að upptök skjálftans hafi verið um sjö kílómetra norður af Reykjanestá og fundist á svæðinu.

Klukkan 22:55 í gærkvöldi mældist annar skjálfti að stærðinni 3,0 á sömu slóðum