Nýjast á Local Suðurnes

Athugasemdir frá íbúum vegna áforma um hækkun á húsi

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar hækkunar húss við Hafnargötu 51-55 er lokið. Athugasemdir bárust bárust Reykjanesbæ vegna hinna fyrirhuguðu framkvæmda frá íbúum við Hafnargötu og Austurgötu.

Farið var yfir málin á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum og kom fram á þeim fundi að megininntak athugasemda hafi verið skerðing útsýnis íbúa efstu hæða við Hafnargötu og skuggavarp á lóðir við Austurgötu.

Niðurstaða fundarins var sú að fresta erindinu um sinn.