Fullur á fleygiferð fær háa sekt

Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 161 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90, í gærmorgun reyndist hann ekki aðeins aka of hratt heldur er hann einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Þar segir að fyrir hraðaksturinn einn og sér þurfi ökumaðurinn að greiða 240 þúsund krónur í sekt, auk þess sem hann er sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.