Nýjast á Local Suðurnes

Fullur á fleygiferð fær háa sekt

Lög­regl­an á Suður­nesj­um mældi öku­mann á 161 kíló­metra hraða á klukku­stund á Reykja­nes­braut, þar sem há­marks­hraði er 90, í gær­morg­un reynd­ist hann ekki aðeins aka of hratt held­ur er hann einnig grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

Þar seg­ir að fyr­ir hraðakst­ur­inn einn og sér þurfi ökumaður­inn að greiða 240 þúsund krón­ur í sekt, auk þess sem hann er svipt­ur öku­leyfi í þrjá mánuði og fær þrjá refsipunkta í öku­fer­ils­skrá.