Nýjast á Local Suðurnes

Vildu göngustíg frekar en hringtorg

Hringtorg

Suðurnesjabæ barst á dögunum erindi frá nemendum í 7. bekk Sandgerðisskóla þar sem því ermótmælt að byggt verði upp hringtorg á gatnamótum Hlíðargötu og Austurgötu. Lagt er til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til verkefnisin verði notaðir í aðrar framkvæmdir, eins og hjólreiðastíg milli Garðs og Sandgerðis.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og fagnar því að ungt fólk í Suðurnesjabæ láti málefni sveitarfélagsins sig varða. Þeim ábendingum sem koma fram í erindinu er vísað til umfjöllunar í ungmennaráði Suðurnesjabæjar. Ákvarðanir um framkvæmdir hvers árs eru teknar í upphafi þess og var það ákvörðun bæjarstjórnar að ráðast í gerð hringtorgsins sem er aðgerð sem eykur umferðaröryggi.

Þá er rétt að benda á að framkvæmdir við hringtorgið er fyrsta skrefið að því að gera svæðið við Sandgerðiskirkju snyrtilegra en það skiptir máli þar sem um það svæði fara margir gestir sem eiga erindi í sveitarfélagið. Þá er rétt að benda á að þegar er búið að samþykkja að gera göngu- og hjólreiðastíg milli Garðs og Sandgerðis og munu framkvæmdir við hann hefjast á næstu mánuðum.