Nýjast á Local Suðurnes

Hópferðabifreið í hraðakstri

Lögreglan á Suðurnesjum kærði á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur í vikunni. Þar á meðal var ökumaður hópferðarbifreiðar sem ók frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þá var einn ökumaður tekinn úr umferð þar sem hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.