Nýjast á Local Suðurnes

Mannlaus bifreið sem flautaði ótt og títt raskaði næturró íbúa

Lögreglan á Suðurnesjum kærði á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumannsins bíður 150 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður sem mældist á 119 km hraða var grunaður um ölvunarakstur.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi og gekkst viðkomandi við brotinu.

Enn fremur var, nú undir morgun, tilkynnt um mannlausa bifreið sem flautaði ótt og títt og raskaði næturró íbúa í nærliggjandi fjölbýlishúsum. Lögreglumaður aftengdi rafmagn bifreiðarinnar og lét hún þá af flautinu.