Blindbylur í kortunum – Líklegt að Reykjanesbraut verði lokað fyrirvaralaust
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa, en von er á vestlægri átt 18-25 og snjókoma eða él um hádegisbilið í dag. Mjög blint getur orðið í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum.
Búast má við að vindur nái allt að 40 m/s í hviðum og því ljóst er að erfiðar aðstæður geti skapast á vegum, meðal annars á Reykjanesbraut og líklegt er að gripið verði til þess ráðs að loka brautinni, samkvæmt því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Þá er hvassviðrið er farið að hafa áhrif á millilandaflugið, en á nokkrum ferðum til og frá landinu var aflýst í morgunsárið. Þeim sem eru á leið í flug í dag er bent á að fylgjast með upplýsingum frá viðkomandi flugfélagi.