Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á 450 íbúða hverfi við Aðaltorg

Reykjanesbær hefur ákveðið að hefja vinnu við breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020 – 2035, en breytingin felst í því að stækka landnotkunarreit við Aðaltorg um 4,25 ha og auka heildarbyggingarmagn í 100.000 m² með heimild fyrir 450 íbúðum, þar af 138 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara.

Umhverfis- og skipulagsráð hafði áður talið breytingar á skipulagi óverulega breytingu á aðalskipulagi, samþykkti á síðasta fundi að málsferilinn verði nú veruleg breyting á aðalskipulagi.

Með breytingu þessari mun nýtingarhlutfall fara úr 0.2 í 0.6. Fyrirhuguð stækkun tekur til skipulagssvæða M12 og OP9 norðan Aðalgötu, austan við Reykjanesbraut og vestan við Heiðarskólahverfi (ÍB1). Farið verður inn á opið svæði OP9 um 4,25 ha og miðsvæði (M12) verður 16,3 ha og mun deiliskipulagstillagan taka til ca. 14,5 ha af því svæði. Óskað er heimildar til að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi, segir í fundargerð ráðsins, sem samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi.

Svæðið sem um ræðir