Nýjast á Local Suðurnes

Tölvu með upptökum á nýrri plötu Valdimars stolið

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Aðalsteinsson biðlar til fólks að láta vita verði því boðin MacBook Pro tölva til sölu, en tölvunni var stolið í Hljómahöllinni síðastliðinn föstudag. Tölvuna notaði tónlistarmaðurinn meðal annars við upptökur á nýrri plötu hljómsveitarinnar Valdimar og er efni plötunnar að finna á hörðum diski tölvunnar.

“Á tölvunni og disknum var gríðarlega mikið af gögnum sem ég sakna. Meðal annars nýja Valdimar platan sem við erum að vinna í þessa dagana. Í tölvunni eru líka öll forritin sem við notum til að taka upp plötuna.” Segir Ásgeir meðal annars í Facebook-færslunni sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.