Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglumenn “gobbagobbuðu” óboðna gesti úr garði – Myndband!

Það eru ekki öll störf lögreglumanna á alvarlegu nótunum og hefur lögreglan á Suðurnesjum átt það til að birta skemmtilegar sögur úr starfinu á Fésbókarsíðu sinni. Hér er ein slík sem lögreglan birti í dag svona í tilefni af því að það er föstudagur.

Lögreglumenn á Suðurnesjum ættu að vera orðnir vanir því að fást við dýr, en undanfarna mánuði hafa þeir þurft að kljást við eða bjarga hundum, köttum, hrossum og uglum.