Birti gamlar bekkjarmyndir á Facebook – Viðbrögðin létu ekki á sér standa

Þorbjörg Garðarsdóttir, fyrrverandi kennari við Njarðvíkurskóla birti á dögunum nokkrar gamlar bekkjarmyndir frá kennsluárum sínum í skólanum, í hópnum “Njarðvík og Njarðvíkingar”á Facebook. Þorbjörg, eða Obba eins og hún er jafnan kölluð af nemendum sínum, var við störf í skólanum í áratugi og eru sumar myndirnar því í eldri kantinum.
Fólk hafði gaman af þessu uppátæki Þorbjargar og hefur fjöldi fólks verið “merktur” og skrifað ummæli við myndirnar og þannig rifjað upp gamla tíma. Nokkur sýnishorn af myndunum má finna hér fyrir neðan en mun fleirri myndir er að finna nákvæmlega hér.