Nýjast á Local Suðurnes

Vinna við endurnýjun á starfsleyfi Kölku hefur tafist

Vinna við endurnýjun starfsleyfis Kölku í Helguvík hefur tafist hjá Umhverfisstofnun, en starfleyfi stöðvarinnar gildir til 1. febrúar næstkomandi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samþykkt að framlengja starfsleyfið til 1. júlí næstkomandi. Þess er þó vænst að drög að nýju starfsleyfi geti legið fyrir fljótlega samkvæmt fundargerð stjórnar fyrirtækisins.

Þá er vinna við skýrslu um möguleika Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja til að hagnýta afgangsvarma frá brennslustöðinni er enn í vinnslu, en gert var ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin 1. nóv. síðastliðinn. Nokkrir sérfræðingar, m.a. frá BNA hafa komið í brennslustöðina vegna verkefnisins. Samkvæmt nýjustu upplýsingum má gera ráð fyrir að skýrslan verði tilbúin í febrúar, segir í fundargerð stjórnar.