Nýjast á Local Suðurnes

Erill í FLE: Einn færður í handjárn og nokkrir gripnir með sviplík og grunnfölsuð skilríki

Talsverður erill hefur verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar undanfarna daga. Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um skjalafals sem reyndist á rökum reistur. Einn framvísaði vegabréfi sem var í eigu annars manns. Annar framvísaði sviplíku vegabréfi og hinn þriðji grunnfölsuðum skilríkjum.

Þá var lögreglan á Suðurnesjum kvödd í flugstöðina vegna ölvaðs flugfarþega sem var til vandræða við brottfararhlið. Hann hafði verið að ganga á milli farþega og áreita þá og hafði því verið meinað að fara með flugi til London með Brithis Airways. Hann brást hinn versti við afskiptum lögreglu svo færa þurfti hann í handjárn og á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Honum var gert að greiða 20 þúsund krónur í sekt vegna málsins.