Nýjast á Local Suðurnes

Samkeppni í flugi til London eykst – Hægt að fá miða á 5000 krónur

British Airways ódýrari en lággjalda flugfélögin

Í byrjun vetrar hefur breska flugfélagið British Airways flug til Íslands frá Heathrow í London. Lægstu fargjöld félagsins eru mun ódýrari en hjá samkeppnisaðilunum. Þeir sem eru á leið langt í austur geta líka fundið ódýra farmiða, þetta kemur fram á túrista.is.

Yfir vetrarmánuðina lætur nærri að fimmta hver þota, sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli, taki stefnuna á höfuðborg Bretlands. Umferðin til annarra áfangastaða er mun minni og samkeppnin líka. En af fargjöldunum að dæma þá ætla forsvarsmenn British Airways að veita hinum félögunum harða samkeppni í flugi til London og bjóða þeir í dag mun lægri fargjöld en easyJet, Icelandair og WOW air.

Þannig má finna farmiða með breska félaginu, aðra leiðina, frá Íslandi á 5.055 krónur á fjöldamörgum dagsetningum í vetur. Það er þó án farangursheimildar en til samanburðar kostar þess háttar farmiði að minnsta kosti 8.867 krónur hjá easyJet og 9.999 með WOW air samkvæmt athugun Túrista.