Nýjast á Local Suðurnes

Fimm milljarða Baldvin afhentur á næstu dögum

Tölvuteikning af nýjum togara Nesfisks

Miðað er við að nýr frystitogari, Bald­vin, verði af­hent­ur Nes­fiski í Garði þann 20. nóv­em­ber næstkomandi. Togarinn verður afhentur á Spáni og gert er ráð fyrir að hann komi til Íslands viku síðar. Tvær áhafn­ir verða á skip­inu, alls 52 manns.

Skipið er tæp­lega 66 metra langt og 16 metr­ar á breidd. Aðal­vél er frá Wartsila og skipið er búið full­komn­um tækj­um, hvort sem um er að ræða brú, vél­ar­rúm, milli­dekk eða frysti­lest, segir í umfjöllun mbl.is. Þar kemur jafnframt fram að kostnaður við smíði togarans sé yfir fimm milljarðar króna.

Auk frysti­tog­ar­ans nýja á Nes­fisk­ur átta önn­ur skip og ger­ir út á troll, drag­nót og línu. Þau eru Sól­ey Sig­ur­jóns GK 200, Berg­lín GK 300, Pálína Þór­unn GK-49, Sig­urfari GK 138, Siggi Bjarna GK 5, Benni Sæm GK 26, Berg­ur Vig­fús GK 43, Dóri GK 42, Mar­grét GK 33 og Beta