Nýjast á Local Suðurnes

Nýr meirihluti í Reykjanesbæ líklega kynntur á morgun

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar ganga vel, að sögn Guðbrands Einarssonar oddvita Beinnar leiðar, og er stefnt að því að kynna nýjan meirihluta og málefnasamning flokkana þriggja á morgun.

Ný bæjarstjórn mun síðan koma saman á sínum fyrsta fundi þann 19. júní næstkomandi.