Hætta skapaðist þegar eldur kom upp í bifreið

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja gekk vasklega til verks og slökkti eld sem logaði í bíl við Klettatröð í Reykjanesbæ.
Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við Vísi, sem greindi fyrst frá, að hætta hafi verið á staðnum þar sem nokkrir húsbílar stóðu þar sem kviknaði í.
Slökkvistarfi er að mestu lokið en unnið er að hreinsun, segir jafnframt í frétt miðilsins.