Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur semur við Unnar Ara

Þróttur Vogum hefur fengið öflugan liðstyrk fyrir átök næsta tímabils í knattspyrnunni, en félagið gekk frá samningum við Unnar Ara Hansson á dögunum. Unnar Ari kemur ferskur í Vogana frá Leikni Fáskrúðsfirði.

Unnar Ari sem er fæddur árið 1997 á að baki 90 mótsleiki fyrir Leikni bæði í 1. deild og 2. deild. Unnar hefur mest leikið á miðjunni hjá Leikni og Þróttarar fagna komu þessa öfluga miðjumanns og hlakkar til samstarfsins, segir í tilkynningu á vef félagsins.