Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðagötu lokað í Grindavík – Sérsveitin enn að störfum

Vopnum búin Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út í Grinda­vík á níunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net er útkallið til komið vegna manns í ann­ar­legu ástandi og vinna Lög­regl­a og Sérsveit ríkislögreglustjóra að að því að loka að minnsta kosti einni íbúðargötu í Grindavík. Einnig er unnið að því að koma upplýsingum um málið til íbúa.

Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.