Nýjast á Local Suðurnes

Keilir fær tíundu kennsluvélina – Ein tæknivæddasta kennsluflugvél landsins

Mynd: Keilir

Flugakademía Keilis tók við nýrri DA40 kennsluvél í verksmiðju austurríska flugvélaframleiðandans Diamond í byrjun september og er vélin því tíunda kennsluflugvél Keilis.

Við komuna til landsins hefur flugskólinn yfir að ráða tíu flugvélar frá Diamond, fimm tveggja sæta DA20, fjórar fjögurra sæta DA40 og eina tveggja hreyfla DA42.

Nýja vélin hefur fengið auðkennisstafina TF-KFI og er með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búin fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum, sjálfstýringu og veðursjá. Stian Skovro, flugkennari hjá Keili, tók við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki 5. september, en skólinn tók í notkun sambærilega flugvél fyrr á þessu ári.

Þetta kemur fram á vef allt um flug, en þar má finna meiri upplýsingar um nýju vélina og flugvélaflota Keilis.