Nýjast á Local Suðurnes

Hælisleitandi í gæsluvarðhald – Handtekinn með mikið magn af reiðufé

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af manni aðfaranótt síðastliðins sunnudags og fann í kjölfarið á honum mikið magn reiðufjár, samtals um 2 milljónir króna og lítilræði af kannabisefnum. Um er að ræða hælisleitenda sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi, en það er talið nauðsynlegt svo hægt sé að framkvæma flutning mannsins frá landinu, segir í úrskurði Landsréttar.

Unnið verður að flutningnum á manninum til Grikklands næstu daga.