Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía á meðal þeirra bestu þrátt fyrir erfið meiðsli

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman varð þriðja í vali á bestu fimleikakonu ársins af Fimleikasambandi Íslands. Árangurinn verður að teljast einstaklega góður því Kolbrún Júlía hefur verið að vinna sig upp úr afar erfiðum meiðslum.

Í umsögn segir meðal annars að Kolbrún Júlía, sem keppir með kvennaliði Gerplu, hafi staðið sig vel á GK- og bikarmóti þar sem hún keppti með öll þau erfiðustu stökk sem framkvæmd eru á trampólíni hjá konum i hópfimeikum.

Þá segir jafnframt að á dýnu hafi Kolbrún Júlía keppt með erfiða framumferð, eða kraftstökk heil skrúfa tengt í tvöfaldaskrúfu. Kolbrún Júlía keppti með mörg ný stökk á þessu tímabili, þrátt fyrir að hafa verið að vinna sig úr mjög erfiðum meiðslum.