Nýjast á Local Suðurnes

Agnar Mar Gunnarsson tekur við kvennaliði Njarðvíkur

Agnar er til vinstri á myndinni

Agnar Mar Gunnarsson hefur ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna fyrir tímabilið 2016-2017. Agnar er reynsumikill þjálfari sem hefur komið að yngri flokka starfi Njarðvíkur í fjöldamörg ár, auk þess sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari kvennaliðsins undanfarin tímabil. Þá hefur hann getið sér gott orð sem þjálfari B-liðs Njarðvíkinga sem hafa staðið sig með miklum sóma í annari deild körfuboltans.

Agnar er af góðu kunnur enda verið aðstoðarþjálfari kvennaliðsins undanfarin tímabil. Að auki hefur Agnar þjálfað fjölmarga yngri flokka félagsins við góðan orðstýr í fjölmörg ár. Á umliðnum árum hefur Agnar komið að mörgum verkum fyrir KKD UMFN, unnið löngum stundum sem sjálfboðaliði við hin ýmsu verkefni og sýnt félaginu hollustu og traust. Þetta eru gleðileg tíðindi fyrir félagið okkar enda hefur Agnar sannað með reynslu sinni og ekki síst áhuga og metnaði fyrir þjálfunarstörfum að hann er klár í þetta nýja verkefni. Segir í tilkynningu frá UMFN.