Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie slær í gegn á ný – Yfir tvær milljónir hafa horft á þetta myndband á viku!

Söngkonan og Suðurnesjamaðurinn Leoncie hefur vakið athygli á samfélagsmiðlunum undanfarna daga eftir að gamalt myndband var birt á vinsælli tónlistarsíðu á Fésbókinni. Myndbandið við lagið I want your love hefur fengið langmest áhorf þeirra myndbanda sem birt eru á síðunni, en yfir tvær milljónir hafa horft á myndbandið sem var birt þann 17. júní síðastliðinn.

Á fimmta þúsund manns hafa tjáð sig um hæfileika söngkonunnar sívinsælu í umræðum við myndbandið, sem finna má hér fyrir neðan og var tekið upp fyrir sjónvarpsstöðina Popp Tíví þegar sú stöð var upp á sitt besta. Þá hafa aðstandendur síðunnar áttað sig á gríðarlegum hæfileikum söngkonnunnar, því þar er að finna nokkur myndbönd frá henni til viðbótar.