Ráðist á mann með hamri – Sérsveitin kölluð til aðstoðar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ á sunnudag.
Átök tveggja manna enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli.
Fór gerandinn af vettvangi í kjölfarið og aðstoðaði sérsveitin við handtöku hans og voru tveir sérsveitarmenn sendir á vettvang, samkvæmt vef DV. Þá er greint frá því á vef mbl.is að sá sem fyrir árásinni varð hafi ekki slasast alvarlega og sé útskrifaður af sjúkrahúsi.