Nýjast á Local Suðurnes

Ráðist á mann með hamri – Sérsveitin kölluð til aðstoðar

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út til að aðstoða lög­regl­una á Suður­nesj­um eft­ir að ráðist var á mann með hamri í Reykja­nes­bæ á sunnudag.

Átök tveggja manna enduðu með því að ann­ar þeirra tók upp ham­ar og beitti hon­um í áflog­um þeirra á milli.

Fór ger­and­inn af vett­vangi í kjöl­farið og aðstoðaði sér­sveit­in við hand­töku hans og voru tveir sérsveitarmenn sendir á vettvang, sam­kvæmt vef DV. Þá er greint frá því á vef mbl.is að sá sem fyrir árásinni varð hafi ekki slasast alvarlega og sé útskrifaður af sjúkrahúsi.