Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar lögðu KR-inga í Coca-Cola bikarnum

Þróttarar hafa stillt upp skemmtilegu liðið í gegnum árin

Þróttarar úr Vogum taka þátt í Coca Cola bikarnum í handknattleik þetta árið og hófu keppnina á því að leggja lið KR að velli 33-17 og eru Þróttarar því  komnir áfram í 16. liða úrslit.

Heimir Örn Árnason var markahæstur liði Þróttara með 6. mörk og Birkir Ívar varði 25 bolta. Leikurinn var spennandi til að byrja með en KR ingar komust í 2-4 en þá sögðu Vogamenn hingað og ekki lengra. Stórsigur sem var aldrei í hættu.

Lið Þróttar er skipað fyrrverandi landsliðsmönnum í flestum stöðum og þjálfari liðsins er enginn annar en Patrekur Jóhannesson sem þjálfar landslið Austurríkis um þessar mundir.