Nýjast á Local Suðurnes

Kalla þurfti á lögreglu til að aðstoða við rýmingu

Kalla þurfti til aðstoðar lögreglu þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gær þar sem fólk á svæðinu sinnti ekki tilmælum björgunarsveita um að yfirgefa svæðið. Um 2-300 manns voru á svæðinu.

Rýma þurfti svæðið eftir að mikið magn hrauns tók að fljóta undan storknuðu hrauni. Lögregla hafði því afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita, samkvæmt frétt á vef RÚV. Svæðið var opnað á ný skömmu eftir rýmingu.