Nýjast á Local Suðurnes

Eigandi Prís vonast eftir að geta kynnt niðurstöðu um mögulegan samruna við Samkaup á næstu dögum

Samrunaviðræður fjárfestingafélagsins SKEL og Samkaupa vegna samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í eigu SKEL, nánar tiltekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heimkaupa ehf. og Lyfjavals ehf. eru í fullum gangi og vonast forstjóri SKEL, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, eftir því að geta kynnt niðurstöður á næstu dögum. SKEL er eigandi nýrrar lágvöruverðsverslunar, Prís, sem opnaði í Kópavogi á föstudag.

Viljayfirlýsing á milli fyrirtækjanna var undirrituð í maí síðastliðnum og niðurstöður áreiðanleikakannanna allra félaga liggja nú fyrir og eru samningsaðilar í frekari viðræðum.

“Viðræður okkar við Samkaup eru yfirstandandi. Áreiðanleikakönnunum er lokið og ég vonast til að við getum greint frá niðurstöðu viðræðna á næstu dögum.” Segir Ásgeir Helgi í tilkynningu sem fylgdi árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var þann 15. ágúst síðastliðinn.