Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már átti stórleik þegar Barry tryggði sér deildarmeistaratitilinn

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti sennilega einn besta leik ferilsins þegar lið hans Barry University tryggði sér deildarmeistaratitilinn í SSC-deildinni í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Elvar Már skoraði 27 stig, átti 10 stoðsendingar og var með 4 stolna bolta, í 98-88 sigri á Florida Southern.

Liðið á einn leik eftir í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni.