Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær og Hornafjörður semja við Pennann eftir sameiginlegt útboð á námsgögnum

Penninn ehf. átti lægsta tilboðið í sameiginlegu örútboði Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kaupa á námsgögnum fyrir grunnskólabörn. Samningur milli Reykjanesbæjar og Pennans var undirritaður í síðustu viku og mun hann gilda skólaárið 2018-2019.

Sameiginlegur ávinningur þessara tveggja sveitarfélaga var mjög góður í þessu örútboði eða 64,2%. Almenn ánægja er í báðum sveitarfélögunum. Ávinningur RNB eins og sér var 64,4% eða kr. 9.506.876.-

Alls bárust þrjú tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun sveitarfélaganna.  Penninn ehf. bauð lægsta heildartilboðsverðið og eftir mat á vöruframboði var tilboði þeirra tekið.

Samningurinn er með framlengingarheimild um tvisvar sinnum eitt ár.