sudurnes.net
Reykjanesbær og Hornafjörður semja við Pennann eftir sameiginlegt útboð á námsgögnum - Local Sudurnes
Penninn ehf. átti lægsta tilboðið í sameiginlegu örútboði Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kaupa á námsgögnum fyrir grunnskólabörn. Samningur milli Reykjanesbæjar og Pennans var undirritaður í síðustu viku og mun hann gilda skólaárið 2018-2019. Sameiginlegur ávinningur þessara tveggja sveitarfélaga var mjög góður í þessu örútboði eða 64,2%. Almenn ánægja er í báðum sveitarfélögunum. Ávinningur RNB eins og sér var 64,4% eða kr. 9.506.876.- Alls bárust þrjú tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun sveitarfélaganna. Penninn ehf. bauð lægsta heildartilboðsverðið og eftir mat á vöruframboði var tilboði þeirra tekið. Samningurinn er með framlengingarheimild um tvisvar sinnum eitt ár. Meira frá SuðurnesjumGjöld fyrir dagvistun og síðdegishressingu hækka mest milli ára hjá ReykjanesbæFjármálavandi er hegðunarvandiReykjanesbær kemur vel út í könnun á kostnaði við skóladagvistun og skólamáltíðirUmsækjendur um alþjóðlega vernd óska eftir fjárstuðningiNetverslun Nettó fer frábærlega af stað – Hefur verið þrjú ár í undirbúningiLeitað að konu sem leitaði að hundi – Þyrla Landhelgisgæslunnar ræst útLægstu systkynafslættir fyrir skóladagvistun í ReykjanesbæHS Orka fær heimild til hreinsunar útfellinga með aukna náttúrulega geislavirkniKonur í aðalhlutverki á sýningum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvennaTindastóll hafði ekki kærurétt – Hill mun leika með Keflavík á mánudag