Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa furðu á niðurstöðum skýrslu um úthlutun byggðakvóta – Kemur illa út fyrir sveitarfélög í vexti

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tekur undir viðbrögð hafnarráðs Sandgerðishafnar við lokaskýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta, frá því í sumar, þar sem lýst er furðu á niðurstöðum skýrslunnar og þeim áhrifum sem þær kynnu að hafa á úthlutun til einstakra byggðarlaga.

Tillögur starfshópsins ganga meðal annars út á að úthlutað verði einu tonni fyrir hvern íbúa miðað við meðalfjölda íbúa í hverju byggðarlagi á tímabilinu 1980–83 upp að 500 íbúum en lækki um eitt tonn fyrir hvern íbúa umfram það. Úthlutun hækki um eitt tonn fyrir hvern íbúa sem fækkað hefur í byggðarlaginu miðað við meðalfjölda íbúa 1980–83 og 2013–2016 en lækki um eitt tonn fyrir hvern íbúa sem fjölgaði miðað við sömu forsendur.

Einnig undrast hafnaráð að engum gestum frá Suðurnesjum eða úr Suðurkjördæmi skuli hafa verið boðið á fundi starfshópsins sem fékk til sín fjölmarga gesti.