Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara keppir í Sviss við erfiðar aðstæður – Sjáðu myndbandið!

Ragnheidur Sara Sigmundsdóttir keppir um helgina í crossfitkeppni í Sviss. Keppnin fer fram í Svissnesku Ölpunum í mögnuðu umhverfi og jafnframt í mikilli hæð yfir sjávarmáli þar sem andrúmsloftið er mun þynnra og því minna súrefni en hún á að venjast.

Þessi keppni fer þannig fram að tveir eru saman í liði og keppir Ragnheiður Sara ásamt félaga sínum undir nafninu Lukasdottir.

Hægt er að fylgjast með gengi þeirra skötuhjúa hér, en þegar þetta er skrifað eru þau í 1-2 sæti. Einnig er hægt að fylgjast með keppninni á Facebook en nú þegar hafa verið birtar myndir og myndband af Team Lukasdottir á síðunni þar sem sést vel að aðstæður eru töluvert öðruvísi en við íslendingar eigum að venjast.